Næstu námskeið í þjálfaraskóla HSÍ verða haldin sunnudagana 11. og 18. september. Haldin verða námskeið á 1., 2. og 3. stigi.

1. stig, barnaþjálfun: 

Hér er um að ræða fyrsta námskeið á stiginu, helsta viðfangsefni námskeiðsins er þjálfun 7. & 8. flokks.

2. stig, unglingaþjálfun: 

Lokanámskeið stigsins, stór hópur þjálfara mætti á fyrri tvö námskeiðin og hefur unnið verkefni þeim tengd. Þessi hópur klárar nú 2. stigið.

3. stig, meistaraflokksþjálfun:

Þriðja námskeið af fjórum þar sem áhersla er lögð á afreksþjálfun í íþróttinni.

Dagskrá verður gefin út eftir helgi og þá verður einnig opnað fyrir skráningu.

Námskeiðin eru háð lágmarksþátttöku.

Nánari upplýsingar, magnus@hsi.is