Tékkar höfðu í dag betur gegn Íslendingum, 30-29, í undanriðli EM U17-ára landsliða kvenna í Færeyjum og bókuðu þar með farseðilinn í lokakeppnina í Makedóníu í ágúst. Íslensku stúlkurnar hefðu bókað far til Makedóníu með að minnsta kosti þriggja marka sigri í dag, en sitja eftir stigalausar eftir þrjá leiki.

Ísland tapaði fyrir bæði Færeyjum og Tékklandi með eins marks mun og fyrir Rússlandi með átján marka mun. Hins vegar var sú staða uppi í dag að hefði Ísland unnið Tékkland með þriggja marka mun og Rússar lagt Færeyinga í síðari leiknum hefðu Ísland, Tékkland og Færeyjar öll verið með tvö stig og markamunur í innbyrðisviðureignum Íslendingum hagstæður.

Framan af leiknum í dag var útlitið býsna bjarta, Ísland hafði forystu í hálfleik 15-13 og náði snemma í síðari hálfleik þriggja marka forystu. Tékkar voru búnir að jafna metin um hálfleikinn miðjan og voru skrefinu á undan á lokakaflanum.