U-19 ára landslið karla tapaði í dag fyrir Tékkum 27-22 í fyrsta leik liðsins á Sparcassen Cup í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 14-11 Tékkum í vil.

Mörk Íslands skoruðu: Þórarinn Levý Traustason 7, Hjalti Már Hjaltason 4, Sigurður Egill Karlsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Gestur Ingvarsson 2 og Lúðvík Arnkelsson 1.

Í markinu vörðu Daníel Guðmundsson 7 skot og Arnar Þór Fylkisson 3.

Á morgun mætir liðið Hollandi og Þýskalandi.