Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik karla tapaði fyr­ir sænska landsliðinu, 30:24, í vinátt­leik á fjög­urra þjóða móti í Kristiand­stad í kvöld. Sví­ar voru fjór­um mörk­um yfir í hálfleik, 14:10, en náðu mest tíu marka for­skoti upp úr miðjum síðari hálfleik.

Sví­ar voru fjór­um mörk­um yfir í hálfleik, 14:10. Íslenska landsliðið skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og náði aft­ur að minnka for­skotið í tvö mörk í stöðunni 17:15. Eft­ir það gekk leik­ur ís­lenska liðsins á aft­ur­löpp­un­um, jafnt í vörn sem sókn, um tals­vert skeið og Sví­ar náðu tíu marka for­skot, 26:16. Íslenska liðið náði að laga aðeins stöðuna á lokakafl­an­um en þá voru Sví­ar líka bún­ir að kalla flesta bestu leik­menn sína af velli og setja minni spá­menn í þeirra stað. 

Varn­ar­leik­ur ís­lenska liðsins hef­ur oft verið betri en að þessu sinni og markvarsl­an var svo að segja eng­in. Lengst af sókn­ar­leik­ur­inn mis­tæk­ur. 

Sví­ar voru með yf­ir­hönd­ina frá upp­hafi en þó var leik­ur­inn í járn­um upp í 5:5. Þá skoraði sænska landsliðið þrjú mörk í röð, 8:5. Mest náði sænska liðið sex marka for­skoti, 14:8. Mika­el App­elgren, markvörður Svía, reynd­ist ís­lensku sókn­ar­mönn­un­um erfiður í fyrri hálfleik. 

App­elgren hélt áfram að gera leik­mönn­um ís­lenska landsliðsins gramt í geði í síðari hálfleik. 

Mörk Svíþjóðar: Ant­on Halén 5, Niclas Ek­berg 4, Jon­as Källm­an 4,  Magn­us Pers­son 3, Markus Ols­son 3, Fredrik Peter­sen 3, Vikt­or Östlund 3, Pat­rik Fahlgren 2, Niclas Barud 1, Lukas Karls­son 1, Kim And­ers­son 1.

Mörk Íslands: Ásgeir Örn Hall­gríms­son 6, Arn­ór Þór Gunn­ars­son 4, Sig­ur­berg­ur Sveins­son 4, Gunn­ar Steinn Jóns­son 3, Stefán Rafn Sig­ur­manns­son 2, Vign­ir Svavars­son 2, Guðmund­ur Árni Ólafs­son 1, Ró­bert Gunn­ars­son 1, Rún­ar Kára­son 1. 

Al­ex­and­er Peters­son, Arn­ór Atla­son, Aron Pálm­ars­son og Guðjón Val­ur Sig­urðsson léku ekki með ís­lenska liðinu í kvöld. Þeir voru ekki á leik­skýrslu. Auk þess þá kom Snorri Steinn Guðjóns­son ekk­ert við sögu og Ró­bert Gunn­ars­son lítið. 

Eft­ir viku mæt­ast landslið Íslands og Svíþjóðar í fyrstu um­ferð C-riðils heims­meist­ara­móts­ins í hand­knatt­leik í Doha í Kat­ar. 

Tekið af mbl.is.