Í dag spilaði íslenska liðið gegn Svíþjóð í æfingarleik og fór leikurinn fram í borginni Skövde í Svíþjóð.

Ísland 24 – 32 Svíþjóð

Sænska liðið byrjaði leikinn mun betur og eftir aðeins 4 mínútna leik var staðan orðin 4-1 en þá lenti Florentina Stanciu markvörður íslenska liðsins í samstuði við leikmann sænska liðsins og þurfti Florentina að fara af velli vegna handameiðsla og virtist hún vera sárþjáð. Í hennar stað kom Guðrún Ósk Maríasdóttir og hún var ekki lengi að stimpla sig inní leikinn. Þegar fyrrihálfleikurinn var hálfnaður þá var íslenska liðið búið að ná að minnka muninn niður i 2 mörk 8-6 og munaði miklu um glæsilega framistöðu hjá Guðnúnu í markinu en á þessum kafla var hún með 57% markvörslu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-13 Svíum í vil.

Í seinni hálfleik tóku Svíar öll völd á leiknum og eftir aðeins 10 mínútna leik var staðan orðin 21-15 og var á þeim kafla mikið um tæknifeila hjá íslenska liðinu. Svíar létu þessa forystu aldrei af hendi og lönduðu að lokum 8 marka sigri 32-24.

Markaskorarar Íslands: Ramune Pekarskyte 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Brynja Magnúsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Þórey Stefánsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 2, Steinunn Hansdóttir 1, Bryndís Elín Halldórsdóttir 1 og Ragnheiður Júlíusdóttir 1.

Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 16, Florentina Stanciu 2 og Melkorka Mist Gunnarsdóttir 1.