Ísland og Slóvenía mættust nú rétt í þessu í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi.

Leiknum lyktaði með 30-31 sigri Slóvena. Ísland leikur því um 3. sætið á morgun kl 10:30 gegn annaðhvort Spánverjum eða Frökkum, en undanúrslitaleikur þeirra hefst kl 13:00.

Ísland byrjaði mun betur í leiknum og komust strákarnir í 4-0 áður en þjálfari Slóveníu tók leikhlé. Slóvenar virtust vakna við leikhléið og eftir 10 mín var staðan 6-3. Jafnræði var með liðunum í fyrr hálfleik eftir þessa góðu byrjun Íslands. Eftir 20 mín leik var staðan 9-5 og í hálfleik var staðan 15-11.

Seini hálfleikur byrjaði ekki nógu vel hjá okkar mönnum og minnkuðu Slóvenarnir muninn hægt og rólega. Eftir 40 mín leik var staðan 19-18. Ísland náði þó aftur undirtökunum í leiknum og juku muninn afur í 4 mörk á 46 mín. Þá tóku Slóvenarnir góðan kafla aftur. Eftir 50 mínútna leik var staðan 25-23. Slóvenar jöfnuðu svo leikinn 26-26 á 55 mín og komust 2 mörkum yfir 27-29 á 57 mín. Alls ekki góður kafli hjá íslenska liðinu. Ísland náði aldei að jafna leikinn eftir þetta og lokatölur urðu 30-31 fyrir Slóveníu.

Markahæsti maður Slóvena, Blaz Janc,  reyndist íslenska liðinu erfiður en hann skoraði 11 mörk.

Ísland leikur því um 3. sætið á morgun gegn annaðhvort Frakklandi eða Spáni. Leikurinn hefst kl 10:30.

Markahæstu menn:

Hákon Styrmisson – 7

Ómar Magnússon – 6

Óðinn Ríkharðsson – 5

Egill Magnússon – 5

Arnar Arnarsson – 3

Sturla Magnússon – 1

Aron Pálsson – 1

Ýmir Gíslason – 1

Sigtryggur Rúnarsson – 1

Markvarsla:

Grétar Guðjónsson – 15/45 (33%)

Einar Baldvinsson – 0/1

Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/87OMR.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/87MTR.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/87PbP.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/87FTR.pdf

Fylgist endilega með okkur á Facebook Twitter, Instagram og Vine

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/

https://vine.co/u/1173677325766844416Mynd Stéphane Pillaud/IHF