Hálf­gjört B-landslið Íslands í hand­knatt­leik beið lægri hlut fyr­ir Portúgal, 33:28 í vináttu­lands­leik þjóðanna að Varmá í Mos­fells­bæ í kvöld. Flest­ir fasta­menn Íslands voru hvíld­ir í kvöld og fengu yngri og reynslum­inni leik­menn tæki­færi til að sanna sig.

Það er þó skemmst frá því að segja að eng­um leik­manni ís­lenska liðsins tókst að heilla áhorf­end­ur upp úr skón­um í kvöld.

Ísland og Portúgal mæt­ast í þriðja og síðasta sinn annað kvöld, þá í Aust­ur­bergi í Breiðholti, en þá tefl­ir Aron Kristjáns­son landsliðsþjálf­ari fram sínu sterk­asta liði.

Tekið af mbl.is.