Stelpurnar okkar í U-17 spiluðu í dag æfingaleik við Holland. Hollendingar mættu með 5 leikmenn úr U-19 ára liði sínu og létu þá taka þátt í leiknum.

Stelpurnar okkar stóðu sig hinsvegar frábærlega og voru einungis tveimur mörkum undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum þá datt markvarslan örlítið niður og stelpurnar hættu að keyra sinn hraða leik um tíma. Þá jókst forskot Hollendinga í 10 mörk. Stelpurnar komu þó til baka undir lok leiksins og náðu að koma í veg fyrir stórtap.

Leikurinn endaði 34-26 Hollendingum í vil.

Eins og áður segjir spiluðu stelpurnar okkar vel í leiknum og börðust með lífi og sál. Þessir 5 leikmenn úr U-19 ára liði Hollendinga skoruðu tæp 20 mörk í leiknum og munaði talsvert um þá.

Stelpurnar spila síðan þriðja og síðasta leik sinn við Holland á morgun klukkan 16:30

Mörk Íslands

Sandra Erlingsdóttir 9 mörk

Andrea Jacobsen 5 mörk

Alexandra Diljá Birkisdóttir 3 mörk og 2 fiskuð víti

Lovísa Thompson 3 mörk

Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2 mörk

Karen Tinna Demian 2 mörk og 1 fiskað víti

Sara Lind Lárusdóttir 1 mark

Þóra Guðný Arnarsdóttir 1 mark og 1 fiskað víti

Ástríður Glódís Gísladóttir og Selma Jóhannsdóttir vörðu mark Íslands í leiknum og heilt yfir var markvarslan góð.