Ísland tapaði í kvöld fyrir Dönum 32-24 í úrslitaleik Gulldeildarinnar en leikið var í Noregi.

Staðan í hálfleik var 15-12 Dönum í vil.

Danir byrjuðu leikinn mun betur og eftir 15 mínútna leik var staðan 8-2 Dönum í vil. Íslenska liðið náði að minka muninn fyrir lok hálfleiksins og var staðan í hálfleik 15-12. Jafnræði var með liðinum fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en Danir reyndust mun sterkari á lokakaflanum og lönduðu öruggum sigri.

Markahæstur hjá Íslandi var Guðjón Valur Sigurðsson með 7 mörk.

Annað sætið niðurstaðan og næstu leikir verða gegn Portúgal í byrjun janúar.