Í kvöld spilaði A-landslið kvenna vináttulandsleik við Svía. Lokatölur urðu 26-31 fyrir Svíþjóð. Staðan í hálfleik var 11-17 fyrir Svía. Jafnræði var með liðunum í byrjun en síðan sigu Svíar framúr. Seinni hálfleikur var betri hjá okkar stúlkum og náðu þær að minnka munin niður í 3 mörk í stöðunni 24-27. En lokasperetturinn var þeirra sænsku. Í þessum leik voru 3 nýliðar sem spiluðu og komust þær allar vel frá sínu.

Markarskor var eftirfarandi:

Birna Berg Haraldsdóttir    6 mörk

Ramune Pekarskyte          4 mörk

Brynja Magnúsdóttir           4 mörk

Arna Sif Pálsdóttir             3 mörk

Unnur Ómarsdóttir, Steinunn Hansdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir allar með 2 mörk

Rut Jónsdóttir sem var fyrirliði Íslands í þessu leik skoraði 1, eins og Sunna Jónsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir markmaður..

Í markinu byrjaði Florentina Stanciu og varði 4 bolta, þarf af eitt víti,  þá kom Guðrún Ósk Maríasdóttir og varði 14 bolta þar af eitt víti.

Liðið leikur aftur við Svía á laugardaginn 11. október í Skövde kl. 17.15 að íslenskum tíma.