Kvennalandsliðið lék í dag gegn B landsliði Noregs í Gjövík í Noregi.

Norska liðið sigraði örugglega í leiknum 31-21 eftir að hafa leitt í hálfleik 15-6. Leikurinn var slakur að hálfu Íslands og var sigur Noregs aldrei í hættu.

Markaskorar hjá Íslandi voru: Hrafnhildur Hanna 4, Unnur 4, Rut 3, Sólveig 3, Ramune 3, Arna 2, Anna og Steinunn 1 hvor.

Markmenn voru með 7 bolta varða.

Liðin mætast aftur á morgun, sunnudag.