Næsta laugardag mun handboltafólk landsins koma saman í Nauthólsvík og taka þátt í Íslandsmótinu í Strandhandbolta.

Flautað verður til leiks kl 09:00 en það er tólfta árið í röð sem mótið er haldið

og ljóst að það er löngu búið að festa sig í sessi hjá handboltaáhugafólki sem fastur liður en því lýkur með úrslitaleik um kl 17:00

Spilað verður frá morgni til kvölds í sandinum við hressandi strandtónlist og hið margrómaða

lokahóf verður svo á sínum stað um kvöldið þar sem verðlaun verða veitt, t.d besti leikmaður karla og kvenna, besti markvörður karla og kvenna.

16 lið munu keppa á laugardaginn en það eru Einsi blauti, Valsakademían, Leoncie er 68 ára, Popovich, Team Ninja, KR, Bros, Under Armour, Kattarseglarnir, Framsókn, Dream Team, Starcrew, Team Malmquist, Brauðstangagæjarnir, Drea og co og Íslenska Flatbakan þar sem landsliðsmaðurinn Guðjón Valur mun spila sem fyrirliði ásamt Ólafi Stefánssyni, Björgvini Hólmgeirssyni og fleiri kempum.

Undanfarin ár hefur verið mikill metnaður í búningum liðana en það verður gaman að sjá hvað liðin föndra saman á laugardaginn og mikið í húfi þar sem um kvöldið verður búningar verðlaunaðir á lokahófinu sem verður haldið á nýja skemmtistaðnum Dúfnahólar 10.