Hið árlega Íslandsmót í strandhandbolta fer fram í 11 skipti laugardaginn 25. júlí.

Spilað er í Nauthólsvík frá morgni til kvölds undir dúndrandi strandartónlist. Eftir mót verður svo hið margrómaða lokahóf haldið þar sem verðlaun eru veitt fyrir bestu leikmenn, bestu markmenn og bestu lið bæði í karla og kvennaflokkum og ekki má gleyma búningaverðlaununum en það er orðin fastur liður að lið leggi metnað í búninga.

Undanfarin ár hafa liðin yfirleitt verið blönduð þar sem handboltamenn og konur úr hinum og þessum liðum búa saman til lið en svo hafa lið úr efstu deildum einnig tekið þátt ásamt áhugamannaliðum og hefur þetta sett skemmtilegan svip á mótið.

Skráning er nú þegar hafin og liðin hrannast inn. Skráning fer fram á facebook síðu Strandhandboltans en þar er einnig hægt að sjá myndir og fl. úr fyrri mótum.

Mikil ásókn hefur verið í mótið undanfarin ár og munum við reyna eftir fremsta megni að hleypa sem flestum liðum að en eins og alltaf gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá í þessum efnum.