Hið árlega strandhandbolta mót verður haldið laugardaginn 7. júlí, spilað er í sandinum í Nauthólsvík frá morgni til kvölds og að leik loknum verður að sjálfsögðu hið margrómaða lokahóf.

Aðeins geta 20 lið tekið þátt í mótinu og hefur skráningin farið vel af stað.

Allt um skráningu og nánari upplýsingar má finna á
Facebook síðu mótsins.

Við viljum hvetja fólk til að fjölmenna á mótið, það er alltaf mikið fjör í Nauthólsvík þegar Strandhandboltamótið fer fram.

Mikið stuð í Nauthólsvík #strandhandbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on