Strandhandbolti á unglingalandsmóti

Keppt verður í Strandhandbolta á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn.

Nýr völlur var settur upp sérstaklega fyrir mótið.

Unglingalandsmótið verður um Verslunarmannahelgina, 3. – 5. ágúst n.k. og fer keppni í Strandhandbolta fram á laugardeginum.  Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig.

Skráning fer fram á heimasíðu UMFÍ undir liðnum Unglingalandsmót.

Síðasti dagur til að skrá sig er mánudagurinn 30. júlí.

Strandhandbolti er einföld útgáfa af venjulegum handbolta, ALLIR GETA VERIÐ MEÐ. 

Fimm eru saman í liði en mega vera fleiri því fjöldi varamanna má vera frá 0 og upp í 5. 

Strandhandbolti er orðinn gríðalega vinsæll um allan heim og er meðal keppnisgrein á Ólympíuleikum.


https://www.youtube.com/watch?v=aF7wFqVXDhg

Einar Guðmundsson íþróttastjóri HSÍ hefur umsjón með keppninni.