A landslið karla tapaði í kvöld illa fyrir Tékkum, 36-25 í fjórða leik liðsins á HM í Katar.

Liðið náði sér aldrei á strik í leiknum en staðan í hálfleik var 21-11 fyrir Tékkum.

Ljóst er að liðið þarf á sigri að halda gegn Egyptum í síðasta leik riðlakeppninnar en liðin mætast nk.laugardag.