Ísland og Ísra­el átt­ust við í undan­keppni Evr­ópu­móts landsliða í hand­knatt­leik í Laug­ar­dals­höll­inni í kvöld og vann Ísland stór­sig­ur 36:19. Var þetta fyrsti leik­ur Íslands í keppn­inni að þessu sinni en liðið mæt­ir Svart­fjalla­landi ytra á sunnu­dag­inn.

Íslenska liðið hafði fimm marka for­skot í hléi 14:9 þrátt fyr­ir að kom­ast ekki al­menni­lega í gang. Í síðari hálfleik var eng­in spurn­ing um úr­slit en þá stungu okk­ar menn af og Ísra­el­ar skoruðu raun­ar ekki í 12 mín­út­ur sitt hvoru meg­in við hálfleik­inn.

Í fyrri hálfleik gerðu liðin tals­vert af mis­tök­um en síðari hálfleik­ur­inn var öllu betri hjá ís­lenska liðinu. Auk þess fengu all­ir leik­menn liðsins að spreyta sig og já­kvætt að sem flest­ir séu bún­ir að stimpla sig inn í keppn­ina.

Fyr­irliðinn Guðjón Val­ur Sig­urðsson, stund­um kallaður „Son­ur vinds­ins“, var marka­hæst­ur með 9 mörk en var þó hvíld­ur síðustu 20 mín­út­urn­ar. Þá nýtti Sig­ur­berg­ur Sveins­son tæki­færið og skoraði 6 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í mark­inu.

Tekið af mbl.is.