u-16 ára landslið pilta sigraði í dag Grænland 35-14 í þriðja vináttulandsleik liðanna. Staðan í hálfleik var 18-3.

Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og átti lið Grænlands aldrei möguleika. Strákarnir léku mjög vel í dag og var sigurinn síst of stór.

Mörk Íslands í dag skoruðu: 
Dagur Gautason 5, 
Hafsteinn Óli Ramos Richard 5,
 Unnar Steinn Ingvarsson 5,
 Eiríkur Þórarinsson 4,
 Orri Hreiðarsson 4,
 Ólafur Haukur Júlíusson 4,
 Ottó Óðinsson 3,
 Viktor Jónsson 3,
 Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2,
 Einar Örn Sindrason 1,
 Jón Baldvin Freysson 1 og Tjörvi Týr Gíslason 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í markinu og Máni Arnarsson varði 7 skot.