Í dag er fara fram risaleikir í úrslitakeppni karla þegar oddaleikirnir fara fram í undanúrslitunum.

Alls fara fram í dag 3 leikir í úrslitakeppnum Olís deilda karla og kvenna og eru allir leikir dagsins í beinni útsendingu á RÚV.

Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Valur í tvennu og hefst kvennaleikurinn kl.14 en karlaleikurinn kl.16. Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV. Í SchenkerHöllinnin mætast svo Haukar og FH og hefst leikurinn einnig kl.16 í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir.

Mikið er undir í dag og eru um hreina úrslitaleiki að ræða í úrslitakeppni Olís deildar kala en í einvígi Vals og ÍBV í úrslitakeppnio Olís deildar kvenna er staðan 2-1 fyrir Val og með sigri tryggir liðið sér áfram í úrslitaeinvígið gegn Stjörnunni.