Það verða Stjarnan og Valur sem mætast úrslitum úrslitakeppni Olís deildar kvenna en undanúrslitunum lauk í dag.

Valur bar í dag sigurorð af ÍBV í Eyjum 23-20 og í einvíginu samtals 3-1 og mæta því Stjörnunni í úrslitum en Stjarnan sigraði einvígið gegn Gróttu 3-0.

Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals hefst miðvikudaginn 7.maí kl.19.45.