Í kvöld mætast Stjarnan og ÍR í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta keppnistímabili. 

Leikið er í Mýrinni og hefst leikurinn kl.19.30.

Er þetta annar leikur liðanna en ÍR sigraði í fyrsta leiknum og leiðir því einvígið 1-0.  Tvo leiki þarf til að tryggja sér sigur.