Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik kvenna tryggði sér í kvöld sæti í um­spils­leikj­um fyr­ir heims­meist­ara­mótið eft­ir ár þegar það vann stór­sig­ur á Makedón­íu, 33:23, í fyrri viður­eign liðanna í Laug­ar­dals­höll. Íslenska landsliðið hef­ur þar með unnið riðil þrjú í for­keppn­inni og úr­slita síðari leiks­ins við Makedón­íu í Skopje á næsta laug­ar­dag skipta ekki máli fyr­ir niður­stöðuna í riðlin­um. Staðan í hálfleik var 17:12, Íslandi í vil.

Íslenska liðið byrjaði leik­inna af mikl­um krafti og komst í 4:0 áður en Makedón­ía skoraði sitt fyrsta mark á átt­undu mín­útu. Tón­inn var gef­inn og í hálfleik var fimm marka mun­ur, 17:12. Flor­ent­ina Stanciu varði vel í mark­inu í fyrri hálfleik og vörn­in var sterkt hjá ís­lenska liðinu gegn hæg­um sókn­ar­leik landsliðs Makedón­íu.

Íslenska landsliðið gerði end­an­lega út um leik­inn með því að ná nú marka for­skot, 22:13, eft­ir um fimm mín­út­ur. Þar með voru úr­slitn ráðin. Það sem eft­ir lifði leiks var um flug­elda sýn­ingu að ræða hjá ís­lenska liðinu. Góður 10 marka sig­ur var í höfn og áfang­an­um um HM um­spil var náð.

Kar­en Knúts­dótt­ir fór á kost­um í ís­lenska landsliðinu og skoraði 14 mörk þótt hún hafi ekki leikið nema í 50 mín­út­ur. Fleiri leik­menn léku mjög vel, jafnt í vörn sem sókn, ekki síst Flor­ent­ina Stanciu markvörður, og varn­ar­menn­irn­ir Arna Sif Páls­dótt­ir og Sunna Jóns­dótt­ir. Flor­ent­ina varði vel og átti síðan marg­ar frá­bær­ar send­ing­ar fram völl­inn sem skiluðu hraðaupp­hlaups­mörk­um.

Tekið af mbl.is.