Valsmenn verða sigurvegarar vetrarins samkvæmt árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða Olídeildar karla og kvenna en niðurstöðurnar voru birtar á sérstökum kynningarfundi deildanna á Grand Hótel í dag. 

Olísdeild karla hefst sunnudaginn 9. september og Olísdeild kvenna laugardaginn 15. september. 

Fyrsta umferð Olísdeildar karla hefst með látum en þar mætast m.a. erkifjendur í þremur viðureignum af tólf. Reykjavíkurslagur á milli Fram og Vals, Akureyraslagur hjá KA og Akureyri og síðast en ekki síst Hafnafjarðarslagur þar sem stórveldin mætast, Haukar – FH.

Hjá stelpunum var Hlíðarendaliðinu einnig spáð sigri enda styrkt sig gífurlega en vænta má að deildin verði enn jafnari í ár en í fyrra. Valskonur hefja leik laugardaginn 15. september fyrir norðan gegn nýliðum KA/Þór og Íslandsmeistarar Fram sækja Selfoss heim.

Sumarið er liðið og framundan er handboltaveisla af bestu gerð!

Leikjaniðurröðun 

Leikjaniðurröðun fyrir Olísdeild karla má sjá hér.

Leikjaniðurröðun fyrir Olísdeild kvenna má sjá hér.

Aðra leiki má sjá hér.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport má sjá hér.

Hér má sjá spá forráðamanna félaganna: