Skrifstofa HSÍ | Nýr mótastjóri ráðinn til starfa

HSÍ hefur ráðið Ólaf Víði Ólafsson sem mótastjóra og mun hann hefja störf 1. ágúst nk.

Ólafur Víðir er giftur 3 barna faðir sem hefur undanfarin ár starfað sem öryggisráðgjafi hjá Securitas en hefur auk þess komið að starfi HK í Kópavogi sem þjálfari bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum. Hann lék í deildinni hér heima og í Noregi og var hápunktur ferilsins eflaust Íslandsmeistaratitill með HK 2012. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir A landslið karla auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Undanfarin ár hefur Ólafur einnig starfað sem dómari í Olísdeildunum.

HSÍ bindur miklar vonir við ráðningu Ólafs og býður hann velkominn til starfa fyrir handknattleikshreyfinguna.