Ísland sigraði Venesúela örugglega 47-19 í lokaleik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppni U-19 í Rússlandi.

Leikurinn var þægilegur fyrir Ísland sem hvíldi nokkra lykil leikmenn fyrir komandi átök.

Eftir að Venesúela skoraði fyrsta markið tók Ísland forystuna og lét hana aldrei af hendi. Eftir 10 mín var staðan 12-4. Á 20 mín var staðan orðin 19-10 og hálfleiksstaða var 27-12.

Ísland hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddi 34-15 eftir 40 mín leik.

Eftir 50 mín var staðan 41-18.

Ísland landaði svo að lokum öruggum og þægilegum sigri 47-19.

Markahæstu menn:

Óðinn Ríkharðsson – 15

Hákon Styrmisson – 11

Nökkvi Elliðason – 8

Kristján Kristjánsson – 5

Hlynur Bjarnason – 3

Sturla Magnússon – 2

Elvar Jónsson – 2

Aron Pálsson – 1

Markvarsla:

Einar Baldvinsson – 15/34 (44%)

Næsti leikur Íslands er í 16-liða úrslitum á sunnudaginn kl 8:30.

Enn er óljóst hverjir mótherjar Íslands verða í 16-liða úrslitunum. Að öllum líkindum verður það annaðhvort Pólland eða Suður Kórea, en þau mætast í dag kl 13:00.

Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/52OMR.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/52MTR.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/52PbP.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/52FTR.pdf

Fylgist endilega með okkur á Twitter, Instagram og Vine

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/

https://vine.co/u/1173677325766844416

Leikmenn Íslands fagna

Mynd Stéphane Pillaud/IHF