Leikurinn byrjaði rólega en stelpurnar léku gríðarlega sterka 5-1 vörn frá upphafi leiks með Elínu mjög öfluga í markinu. Eftir að staðan var 2-2 eftir um 5 mínutna leik fékk íslenska liðið auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju og komst í 5-2, en staðan í hálfleik var 10-5 og mikil stemming í hópnum.

Seinni hálfleikur fór vel af stað og enn var vörnin sterk og munurinn kominn í 10 mörk, 17-7 um miðjan seinni hálfleikinn. Leikurinn endaði með sigri Íslands 20-13 í mjög flottum leik, sóknarleikurinn gekk vel og liðið skapaði sér mörg dauðafæri, en það var fyrst og fremst vörn og markvarsla sem skilaði sigrinum.

 

Mörkin skoruðu:

Ragnheiður Júlíusdóttir 6 (1 úr víti)

Thea Imani Sturludóttir 3

Elena Birgisdóttir 2

Birta Sveinsdóttir 2

Díana Dögg Magnúsdóttir 2

Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2

Þuríður Guðjónsdóttir 1

Sigrún Ásgrímsdóttir 1

Dagmar Öder Einarsdóttir 1

 

Markvarsla:

Elín Jóna Þorsteindóttir varði 13 skot ( 54%)

Erla Rós Sigmarsdóttir varði 2 skot (50%)

 

Næsti leikur er gegn Færeyjum í kvöld kl. 20:30 á sænskum tíma.