Sigur í frábærum leik íslenska liðsins

Ísland sigraði Þýskaland í fyrst leik sínum á heimsmeistaramóti U-19 í Rússlandi.

Íslenska liðið spilaði frábærlega allan leikinn. 

Þjóðverjar stóðu þó í þeim fyrstu 10 mínúturnar, en eftir 10 mín var staðan 6-4 fyrir Íslandi. Ísland tók þá öll völd á vellinum og leiddu 14-7 eftir 20 mín og 20-11 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var rólegri en sá fyrri, strákarnir byrjuðu þó vel og leiddu 25-15 eftir 40 mín og 31-21 eftir 50 mín. Þjóðverjar bitu aðeins frá sér síðustu 10 mínúturnar en Ísland tryggði sé samt mjög sanngjarnan og öruggan sigur 34-26.

Markmenn Íslands áttu líka stórleik og varði Grétar 17 af þeim 38 (45%) skotum sem komu á rammann. Einar varði einnig mjög vel og var með 4 af 9 (44%) skotum.

Mörk Íslands skoruðu:

Óðinn Ríkharðsson – 8

Ómar Magnússon – 5

Kristján Kristjánsson – 4

Arnar Arnarsson – 4

Birkir Benediktsson – 4

Egill Magnússon – 3

Hlynur Bjarnason – 2

Sturla Magnússon – 1

Hákon Styrmisson – 1

Aron Pálsson – 1

Sigtryggur Rúnarsson – 1

Varin skot:

Grétar Guðjónsson – 17/38

Einar Baldvinsson – 4/9