U-16 ára landslið karla lék í dag öðru sinni við u-18 ára landslið Grænlands.

Ísland sigraði leikinn leikinn 32-28 eftir að hafa verið undir í hálfleik 16-17.

Fyrri hálfleikur var slakur af hálfu Íslands en strákarnir komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og sigruðu leikinn eins og áður segir 32-28.

Liðin mætast þriðja sinni á morgun og hefst leikurinn kl.13.00 í Fjölnishúsinu í Grafarvogi.

Leikurinn verður sýndur á Fjölnir Tv.