U-15 ára landslið kvenna lék í kvöld fyrsta leik sinn á æfingarmóti í Skotlandi en liðið lék við England.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur en þær ensku og komst í 8-4. Enska liðið gafst þó ekki upp og náði að minnka muninn í 10-9 en þá tók íslenska liðið leikhlé.

Stelpurnar komu sterkar til leiks eftir leikhléið og breyttu stöðunni í 14-9 og eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur að hólmi.

Lokatölur urðu 29-17 og dreifðist markaskor vel á milli leikmanna og átti Sara Sif góðan dag í markinu,

Á morgun leikur liðið við Skotland.