Íslenska U21 árs landsliðið í hand­knatt­leik lagði Eista, 31:28, í loka­leik riðlakeppn­inn­ar fyr­ir HM í Bras­il­íu í dag eft­ir að staðan hafði verið 17:15 í hálfleik.

Ísland var með und­ir­tök­in all­an leik­inn en náði samt ekki að hrista Eista af sér. Liðið skapaði sér fullt af fær­um en fór illa með mörg þeirra. Marka­hæst­ur var Ómar Magnús­son með 9 mörk, Adam Hauk­ur Baumruk gerði 6 og Gunn­ar Malmquist Þórs­son 5.

Ísland varð í öðru sæti í riðlin­um á eft­ir Norðmönn­um sem tryggðu sér sæti á HM í Bras­il­íu í sum­ar.

Tekið af mbl.is.