Ísland sigraði Egyptaland í 3. leik sínum á heimsmeistaramóti U19.

Lokatölur urðu 31-29 fyrir Íslandi, sem leiddu þó allan leikinn með 3-8 mörkum. Ísland hleypti Egyptum þó inn í leikinn á lokamínútunum en þó héldu Íslendingar alltaf 2 marka forustu.

Hjá Íslandi fengu flestir leikmenn þó nokkurn spilatíma og skoruðu t.a.m. allir útileikmenn liðsins að Agli Magnússyni undanskildum, sem hvíldi allan leikinn.

Ísland byrjaði mun betur í leiknum og komst í 9-2 eftir 10 mín, Ísland lagði í raun grunninn að sigri sínum á þessum fyrstu mínútum leiksins.

Egyptar vöknuðu þá aðeins til lífsins og eftir 20 mín var staðan 13-7 fyrir Íslandi. Í hálfleik leiddi Ísland með 18 mörkum gegn 12, nokkuð þægileg staða í hálfleik og jafnræði meðal liðanna eftir góða byrjun Íslands.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði þar sem liðin skiptust á að skora.

Á 40. mín var staðan 21-15 og eftir 50 mín var staðan 26-20. 

Lokamínútur leiksins urðu hinsvegar óþarflega spennandi, þar sem Egyptar minnkuðu muninn og munaði bara tveim mörkum þegar 5 mín lifðu leiks. Lengra komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 31-29.

Markaskorarar:

Óðinn Ríkhaðrsson – 8

Arnar Arnarsson – 3

Hákon Styrmisson – 3

Nökkvi Elliðason – 3

Ómar Magnússon – 3

Ýmis Gíslason – 2

Birkir Benediktsson – 2

Sigtryggur Rúnarsson – 2

Kristján Kristjánsson – 1

Hlynur Bjarnason – 1

Sturla Magnússon – 1

Aron Pálsson – 1

Elvar Jónsson – 1

Markvarsla:

Grétar Guðjónsson – 9/21 (43%)

Einar Baldvinsson – 5/22 (23%)

Næsti leikur Íslands er á morgun (12.8) kl 13:00 á móti Noregi.

Bæði lið eru taplaus eftir 3 leiki og mun því sigurvegarinn setjast einn í fyrsta sæti eftir leikinn.

Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/30OMR.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/30MTR.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/30PbP.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/30FTR.pdf



Fylgist endilega með okkur á Twitter, Instagram og Vine

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands


https://twitter.com/hsi_iceland


https://instagram.com/hsi_iceland/


https://vine.co/u/1173677325766844416




Ísland fagnar sigri

Mynd Stéphane Pillaud/IHF