Strákarnir okkar komust í kvöld á blað á HM þegar liðið sigraði Alsír 32-24 í öðrum leik liðsins.

Íslenska liðið byrjaði mjög illa í leiknum og lenti undir 6-0 en kom til baka þegar leið á hálfleikinn en Alsír leiddi í hálfleik 13-12.

Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum til að byrja með en Ísland komst fljótlega yfir og landaði að lokum öruggum sigri.

Næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn þegar liðið mætir Frökkum.