Næsti andstæðingur strákanna okkar á Evrópumeistaramótinu, íslenska landsliðsins í handknattleik, verður landslið Rússa. Flautað verður til leiks í Malmö-Arena klukkan 17.15 á morgun. Rússneska liðið tapaði fyrir því ungverska með eins marks mun á laugardaginn, 26:25, áður en strákarnir okkar lögðu Dani, 31:30. Rússar standa þar með í þeim sporum að verða að vinna leikinn við okkur í dag til þess að eiga nokkra von um sæti í milliriðlum. Leikurinn snýr hinsvegar fyrst og síðast að strákunum okkar, að fylgja eftir sigrinum á Dönum og með öðrum sigri á Rússum og færast það með skrefi nær keppnisrétti í milliriðli í fyrsta sinn frá EM2014.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði í dag að einbeitingin væri öll komin á viðureignina við Rússa. Sigurinn á Dönum hafi verið góður en hann dugi skammt einn og sér. Framundan er að erfiður leikur gegn mjög liði Rússa sem hefði innan sinna raða marga unga leikmenn sem sumir eru á mála hjá sterkum félagsliðum utan heimalandsins.

„Rússar hafa á að skipa mörgum góðum leikmönnum sem leika með sterkum liðum í Evrópu þar sem þeir eru að gera það gott. Það sem einkennir rússneska liðið er leikmenn þess eru mjög ákveðnir og sækja stöðugt á varnir andstæðinganna. Þeir eru í stanslausum árásum sem þýðir að varnarmenn verða að vera á eilífu á varðbergi og hald fullkominni einbeitingu. Þeir byrja oft upp úr engu og nánast allir leikmenn eru tilbúnir að hefja fyrirvaralausar árásir. Einnig eru mikið með klippingar,” sagði Guðmundur Þórður í dag og bætir við.

„Rússarnir eru einnig fljótari en margir halda. Þeir hafa á að skipa liði sem hefur frábæran vinstri hornamann, Timur Dibirov, og sterka línumenn. Varnarleikur Rússa er góður þar sem hávaxnir leikmenn eru í stórum hlutverkum. Sannast sagnaa þá verða Rússar erfiðir viðureignar. Þetta gerðu jafntefli við Þjóðverja á HM í Þýskalandi í fyrra, sú staðreynd segir meira en mörg orð um styrkleika rússneska liðsins þegar það nær upp sínum besta leik. Þetta er hættulegur andstæðingur,” sagði Guðmundur sem hefur nýtt tímann vel í dag til undirbúnings og ef að líkum lætur mun hann standa yfir alveg þar til flautað verður til leiks í Malmö-Arena annað kvöld.

„Við þurfum að vinna í því að ná jafnvægi í okkar leik, jafnvægi sem hefur vantað undanfarin ár og má kannski segja alveg frá árinu 2012. Það er eitthvað sem við verðum að vinna áfram,” sagði Guðmundur sem telur hinsvegar að menn hafi alveg jafnað sig eftir sigurinn á Dönum og verði ekki upp í skýjunum þegar á hólminn verður komið á móti Rússum.

„Ég hef farið vel yfir það með mönnum og verður ekki ástæðan ef við vinnum ekki leikinn við Rússa heldur frekar sú að andstæðingurinn er góður og við erum í íþrótt þar sem allt getur gerst,” sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari.

Úrslit fyrri leikja Íslands og Rússlands á EM:

EM 2000 Ísland – Rússland 23:25

EM 2006 Ísland – Rússland 34:32

EM 2010 Ísland – Rússland 38:30

Leikurinn hefst klukkan 17.15 og verður að vanda sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV. HBstatz verður með allar tölfræði á hreinu í rauntíma á meðan leikurinn fer fram. Einnig verður blaðamaður Vísis, sem er staddur í Malmö-Arena, með textalýsingu beint úr höllinni.



#
handbolti

 


#
strakarnirokkar

 


#
EURO2020

 


#
dreamwinremember