Ró­bert Aron Hostert úr ÍBV og Flor­ent­ina Stanciu úr Stjörn­unni voru í gærkvöldi út­nefnd bestu leik­menn Olís-deilda karla og kvenna í hand­knatt­leik á loka­hófi Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands í Gull­hömr­um.

Ró­bert var lyk­ilmaður í Íslands­meist­araliði ÍBV í karla­flokki og Flor­ent­ina var í stóru hlut­verki í mark­inu hjá Stjörn­unni sem varð deild­ar­meist­ari en tapaði fyr­ir Val í odda­leik í úr­slit­um Íslands­móts­ins í dag.

Ró­bert og Flor­ent­ina fengu jafn­framt Valdi­mars­bik­ar­inn og Sig­ríðarbik­ar­inn sem jafn­an eru af­hent­ir ár hvert.

Stefán Darri Þórs­son úr Fram og Thea Imani Sturlu­dótt­ir úr Fylki voru kjör­in efni­leg­ustu leik­menn­irn­ir.

Örn Ingi Bjarka­son úr Aft­ur­eld­ingu var kjör­inn besti leikmaður 1. deild­ar karla og Ómar Ingi Magnús­son úr Sel­fossi sá efni­leg­asti.

Pat­rek­ur Jó­hann­es­son úr Hauk­um var val­inn þjálf­ari árs­ins í Olís-deild karla, Stefán Arn­ar­son úr Val í Olís-deild kvenna og Gunn­ar Gunn­ars­son á Sel­fossi í 1. deild karla.

Ant­on Gylfi Páls­son og Jón­as Elías­son voru vald­ir besta dóm­arap­arið.

Bestu markverðir deild­anna þriggja voru val­in Stephen Niel­sen úr Fram, Íris Björk Sím­on­ar­dótt­ir úr Gróttu og Davíð Svans­son úr Aft­ur­eld­ingu.

Bestu sókn­ar­menn voru val­in Ró­bert Aron Hostert úr ÍBV, Vera Lopes úr ÍBV og Örn Ingi Bjarka­son úr Aft­ur­eld­ingu.

Bestu varn­ar­menn voru val­in Jón Þor­björn Jó­hann­es­son úr Hauk­um, Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir úr Val og Vil­hjálm­ur Hall­dórs­son úr Stjörn­unni.

Markakóng­ar voru heiðraðir en það voru Sturla Ásgeirs­son úr ÍR með 136 mörk í Olís-deild karla, Vera Lopes úr ÍBV með 185 mörk í Olís-deild kvenna og Har­ald­ur Þor­varðar­son úr KR með 140 mörk í 1. deild karla.

Fjöln­ir fékk ung­linga­bik­ar HSÍ og hátt­vísi­verðlaun Hand­knatt­leiks­dóm­ara­sam­bands Íslands fengu Sturla Ásgeirs­son úr ÍR og Íris Björk Sím­on­ar­dótt­ir úr Gróttu.

Tekið af mbl.is.