Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11:00 og stendur til kl.14:30. Á ráðstefnunni er ætlunin að skoða íþróttaiðkun barna og unglingum frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða reynslumiklir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstaklingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga.

Skráning fer fram á
skraning@isi.is og er aðgangur ókeypis. Mikilvægt er að skrá sig og þarf skráningin að hafa borist ekki síðar en miðvikudaginn 15. apríl. Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á heimasíðu ÍSÍ. Ráðstefnustjóri verður Anna Guðrún Steinsen. 

Nánari dagskrá má sjá 
hér

Tengill á facebook viðburðarins er hér.


https://www.facebook.com/events/926690920717009/