Poweradebikarinn | Spennandi viðureignir í undanúrslitum

Dregið var til undanúrslita í Powerade-bikarnum í hádeginu í dag.

Undanúrslit kvenna fara fram miðvikudaginn 15. mars, þar mætast Haukar og Valur í fyrri viðureigninni kl. 18:00 en í síðar viðureigninni mætast ÍBV og Selfoss kl. 20:515.

Undanúrslit karla fara fram fimmtudaginn 16. mars, fyrst eru það Fram og Haukar sem leiða saman hesta sína kl. 18:00 en síðar um kvöldið mætast Afturelding og Stjarnan kl. 20:15.

Úrslitaleikir Powerade-bikarsins fara fram laugardaginn 18. mars, í kvennaflokki verður leikið kl. 13:30 og karlaflokki kl. 16:00. Að sjálfsögðu verður öllu tjaldað til í Laugardalshöll á bikarhelginni og allir leikir sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Yfirlit leikja í mfl á Powerade-bikar helginni:

Miðvikudagur 15. mars – Mfl kv

kl. 18:00              Haukar – Valur

kl. 20:15              ÍBV – Selfoss

Fimmtudagur 16. mars – Mfl ka

kl. 18:00              Fram – Haukar

kl. 20:15              Afturelding – Stjarnan

Laugardagur 18. mars – Úrslit

kl. 13:30              Úrslitaleikur kvenna

kl. 16:00              Úrslitaleikur karla