Poweradebikarinn | Bikarveisla yngri flokka í beinni útsendingu

Síminn í samstarfi við HSÍ mun sýna frá öllum úrslitaleikjum í bikarkeppni yngri flokka í Handboltapassanum í Sjónvarpi Símans dagana 8. – 10. mars. Sýnt verður frá leikjum 6.flokks og upp í 3.flokk í bæði kvenna- og karlaflokkum og þannig munu áhorfendur geta fylgst með framtíðarstjörnum Íslands leika fyrir framan fjölmenni í Laugardagshöll.

„Það er afskaplega ánægjulegt að gefa ungum handboltaiðkendum pláss í sjónvarpinu og þannig kannski upplifa drauma sína. Við gerum ekki aðeins ráð fyrir frábærum handboltatöktum heldur miklu og dreifðu áhorfi því mörg lið utan höfuðborgarsvæðisins mæta til leiks og þannig munu foreldrar, systkini, ömmur, afar ofl. notið þess að horfa og styðja sitt lið úr sófanum í heimabyggð“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrár hjá Símanum.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir unga leikmenn í íslenskum handbolta. Það dreymir öllu íþróttafólki um að spila alvöru úrslitaleik í beinni útsendingu“ segir Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik.

Leikirnir eins og áður segir fara fram 8.-10. mars og fara allir fram í Laugardagshöllinni og eru opnir öllum áskrifendum Handboltapassans í Sjónvarpi Símans.