Powerade bikarinn | Valur bikarmeistari 4. fl. kvenna

Valsstúlkur sigruðu KA/Þór í úrslitaleik Powerade bikars 4. fl. kvenna en leikurinn endaði með 31 – 21, staðan í hálfleik var 13 -10 Valsstúlkum í vil.

Arna Sif Jónsdóttir, markmaður Valsliðsins varði 16 skot í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins.

Við óskum Val til hamingju með titilinn.