Powerade bikarinn | ÍBV bikarmeistari 4. fl. kvenna

ÍBV sigruðu Stjörnuna í úrslitaleik Powerade bikars 4. fl. kvenna en leikurinn endaði með 24 – 14, staðan í hálfleik var 11 – 7 ÍBV í vil.

Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV skoraði 8 mörk í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins.

Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn.