Powerade bikarinn | Haukar eru bikarmeistarar 4. fl. ka. eldri

Haukar sigruðu ÍR í hörkuspennandi úrslitaleik Powerade bikars 4. fl. ka. eldri en leikurinn endaði með 29 – 28 en Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Staðan í hálfleik var 16 -17 ÍR í vil.

Bernard Kristján Owusu Darkoh, leikmaður ÍR var valinn mikilvægasti maður leiksins en hann skoraði 12 mörk fyrir ÍR í kvöld.

Við óskum Haukum til hamingju með titilinn.