Powerade bikarinn | Dregið í undanúrslit
Dregið verður dregið í dag í undanúrslit Powerade bikarsins í yngri flokkum og í meistaraflokki. Dregið verður í Minigarðinum en drættinum verður streymt á www.ruv.is og hefst útsending kl. 12:00.

Úrslitahelgi Powerade bikarsins verður leikin í Laugardalshöllinni dagana 15. – 19. mars.