Powerade bikarinn | Dregið í dag

Dregið verður í dag 14.00 verður dregið í 32 liða úrslit karla og 16 liða úrslita kvenna í Powerade bikar HSÍ.

Dregið verður á skrifstofu HSÍ og verður streymt frá drættinum á YouTube rás HSÍ.

Dregnar verða 4 viðureignir í Powerade bikar karla en 20 lið eru skráð til leiks.

Eftirfarandi lið eru skráð til leiks í bikarkeppni HSÍ í ár en þau eru: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hvíti Riddarinn, Hörður, ÍBV, ÍBV B, ÍH, ÍR, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víðir, Víkingur og Þór

Í pottinum verða 16 lið en þau lið sem sitja hjá eru:

1. ÍBV (Íslandsmeistarar)
2. Afturelding (Bikarmeistarar)
3. Valur (Lið í Evrópukeppni)
4. FH (Lið í Evrópukeppni)
5. 8 síðustu liðin úr pottinum

Það lið sem fyrst dregst fær heimaleik. Þó skal það lið sem er í lægri deild eða félög utan deilda ávallt fá heimaleik gegn liði sem er úr efri deildum.

Leikið verður í 32 liða úrslitum laugdaginn 28. október og sunnudaginn 29. október.

Í Powerade bikar kvenna verður dregið í 16 liða úrslit kvenna í Powerade bikarkeppni HSÍ, en keppni í 16 liða úrslitum kvenna er flýtt vegna þáttöku A landsliðs kvenna á HM í lok nóvember.

Dregnar verða 7 viðureignir en 15 lið eru skráð til leiks.

Eftirfarandi lið eru skráð til leiks í bikarkeppni HSÍ í ár en þau eru: Afturelding, Berserkir, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur og Víkingur.

Í pottinum verða 14 lið en það lið sem situr hjá er:

1. Valur (Íslandsmeistarar)

Það lið sem fyrst dregst fær heimaleik. Þó skal það lið sem er í lægri deild eða félög utan deilda ávallt fá heimaleik gegn liði sem er úr efri deildum.

Leikið verður í 16 liða úrslitum þriðjudaginn 24. október og miðvikudaginn 25. október.

#handbolti #poweradebikarinn