Powerade bikarinn | Dregið í 8 liða úrslit

CCEP hefur verið styrktaraðili bikarkeppni HSÍ undanfarin ár og hefur keppnin þá gengið undir nafninu Coca-Cola bikarinn. Það er mikið gleðiefni fyrir hreyfinguna að CCEP hefur ákveðið að framlengja samstarf sitt með HSÍ en nú með nýju nafni, Powerade-bikarinn.

Dregið var í hádeginu í dag í Minigarðinum auk þess sem nýr styrktaraðili bikarkeppninnar var kynntur.

Eftir að skrifað hafði verið undir samninga var dregið í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins.

Niðurstöður úr bikardrættinum má sjá hér:

Powerade bikar karla

ÍR – Fram
Haukar – Hörður
KA – Afturelding
Stjarnan – Valur

Þessir leikir eiga að fara fram 15. – 16. febrúar nk.

Powerade bikar kvenna

Selfoss – HK
Víkingur – Haukar
Stjarnan – ÍBV
Fram – Valur

Þessir leikir eiga að fara fram 7. – 8. febrúar nk.