U-15 ára landslið kvenna sigruðu í dag Skotland 47-5 í lokaleik liðsins á æfingarmóti í Skotlandi.

Allir útileikmenn liðsins skoruðu í dag og fengu stelpurnar afhentan bikar en þær sigruðu mótið þar sem auk Íslands tóku þátt tvö skosk lið og enska landsliðið.