Olísdeildir | Úrslitakeppni kvenna og oddaleikur

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst í kvöld þegar Stjarnan heldur til Eyja og Haukar fara norður í land og mæta þar KA/Þór.

kl. 18.00 KA/Þór – Haukar
kl. 19.40 ÍBV – Stjarnan

Til að tryggja sig í undanúrslit þarf að vinna tvo leiki, Fram og Valur sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og Seinni bylgjan gerir svo upp báða leikina kl. 21:10.

Í Kaplakrika eigast svo við FH og Selfoss í oddaleik 8-liða úrslita Olísdeildar karla. Selfoss vann fyrsta leikinn 28 – 27 og FH jafnaði metin með sigri á Selfossi 27 – 22.

Leikurinn í Kaplakrika hefst kl. 19:30 og verður hann í opinni dagskrá á Stöð 2 Vísir og einnig á visir.is.

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og hvetja sitt lið, miðasala á leikina er í Stubbur App.