Lið fyrri hlutans í Olís-deildum karla og kvenna var kunngjört í Seinni bylgjunni í gærkvöldi en verðlaunin voru valin í samstarfi við HSÍ og Olís.

Í kvenna flokki var það Íris Björk Símonardóttir leikmaður Vals sem kjörin var besti leikmaður fyrri hlutar. Í karla flokki var besti leikmaðurinn kjörinn Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH. Besti þjálfarinn í kvenna flokki var Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV og í karla flokki var Halldór Jóhann Sigfússon kjörinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Eftirtaldir leikmenn fengu verðlaun fyrir fyrri hluta Olís deildar karla og kvenna:

Lið fyrri hluta í Olís-deild karla

Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, Valur

Vinstra horn: Dagur Gautason, KA

Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan

Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH

Hægri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss

Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH

Línmaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar

 

Besti leikmaður: Ásbjörn Friðriksson, FH


Besti þjálfari: Halldór Jóhann Sigfússon, FH

Besti ungi leikmaðurinn: Hafþór Vignisson, Akureyri Handboltafélag

Besti varnarmaður: Alexander Örn Júlíusson, Valur

 

Lið fyrri hluta í Olís-deild kvenna:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur

Vinstra horn: Turið Arge Samuelsen, Haukar

Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór

Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan

Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram

                

Besti leikmaður: Íris Björk Símonardóttir, Valur

Besti þjálfari: Hrafnhildur Skúladóttir, ÍBV

Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Besti ungi leikmaðurinn: Berglind Þorsteinsdóttir, HK