Í dag verður þráðurinn tekinn upp á nýjan leik í Olísdeild kvenna þegar heil umferð fer fram. Keppni hefur legið niðri í deildinni síðan snemma í desember. Síðan hafa liðin búið sig af kostgæfni undir komandi átök í Olís-deildinni. Leikmenn og þjálfara er án efa farið að klæja í fingurna í að hefja keppni á nýjan leik.
Allir leikir 12. umferðar fara fram í dag hefjast klukkan 16.

Þeir eru sem hér segir:
Haukar – ÍBV í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði
HK – Afturelding í Kórnum í Kópavogi
Stjarnan – Fram í TM-höllinni í Garðabæ
Valur – KA/Þór í Origo-höllinni að Hlíðarenda
Fyrir leiki dagsins trónir Fram á toppi deildarinnar með 20 stig. Valur er í öðru sæti með 17 stig. Stjarnan fylgir fast á eftir með 15 stig. HK og KA/Þór koma þar á eftir 10 stig, hvort lið. ÍBV er í sjöunda sæti með sjö stig. Afturelding situr í áttuna sæti án stiga.