Stjarnan tryggði sér í dag sigur í Olísdeild kvenna eftir 27-21 sigur á Fram í Safamýri í dag.

Stjarnan og Fram eru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar, en þar sem Stjarnan hefur hagstæðari markatölu úr innbyrðisviðureignum ná þær efsta sætinu.
Það kemur í hlut Fylkis að falla í 1. deildina en Selfoss tekur þátt í umspili um eitt laust sæti í Olísdeildinni ásamt þremur liðum úr 1. deild.


Í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar kvenna mætast:


Stjarnan – Grótta
Fram – Haukar
Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst fimmtudaginn 20. apríl.