Olísdeildin | Olísdeild kvenna hefst á ný

Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í dag þegar Stjarnan fær Framstúlkur í heimsókn í TM Höllina. Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

Önnur umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum.
Selfoss – Grótta kl. 19:30. Set höllin, streymt á Selfoss TV
ÍR – Haukar kl. 19:30, Skógarsel.
Stjarnan – Fram kl. 20:00, TM höllin. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

Miðasala er í Stubbur App.

Fylgstu með tilþrifum okkar besta handboltafólks – njótum þessa að mega mæta á völlinn og hvetjum okkar lið!