Í kvöld tryggði Selfoss sér Íslandsmeistaratilinn í Olísdeildar karla 2019 er liðið sigraði Hauka 35 – 25.

Leikurinn í kvöld var fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi Selfoss og Hauka og með sigri í kvöld tryggði Selfoss sér 3-1 sigur.

Elvar Örn Jónsson var valinn verðmætasti leikmaðurinn úrslitakeppninnar, en hann lék á alls oddi í Selfoss liðinu alla úrslitakeppnina.

Til hamingju Selfoss!